Var eiginlega hrædd við að verða móðir

Tara Sif Birgisdóttir eignaðist soninn Adrían Elí fyrir þremur mánuðum.
Tara Sif Birgisdóttir eignaðist soninn Adrían Elí fyrir þremur mánuðum. Ljósmynd/Aðsend

Tara Sif Birg­is­dótt­ir viðskipta­fræðing­ur eignaðist sitt fyrsta barn, son­inn Adrí­an Elí, með kær­asta sín­um Elfari Elí Schweitz Jak­obs­syni fyr­ir þrem­ur mánuðum. Hún var ekki viss um hvort hún væri til­bú­in að verða móðir en áttaði sig fljót­lega á að hún þyrfti ekki að hafa áhyggj­ur. 

„Þetta er best í heimi og tím­inn hef­ur liðið alltof hratt, ég veit að það segja þetta all­ir, en maður finn­ur það fyrst þegar maður eign­ast barn. Það er ekk­ert betra en að vera heima með hon­um. Ég vissi þó ekki að brjósta­gjöf væri svona mik­il vinna! Ég þarf eig­in­lega að borða meira en Elf­ar til að halda mjólk­inni og ef það kem­ur ekki nóg verður lilli held­ur bet­ur ósátt­ur,“ seg­ir Tara Sif um fyrstu mánuðina í móður­hlut­verk­inu. „Til­finn­ing­in að mæta heim með barnið sitt í fyrsta skipti er ein sú furðuleg­asta. Held ég hafi ekki sofið í heila viku því ég var alltaf að at­huga hvort það væri í lagi með hann og vaknaði við hvert ein­asta litla hljóð, þó svo að hann svæfi vært.“

Fyrstu vik­urn­ar var kær­asti Töru Sifjar með henni í fæðing­ar­or­lofi og sá litli var ró­leg­ur. „Vá, þetta er bara mun auðveld­ara en ég hélt,“ hugsaði Tara Sif en seg­ir að sér hafi verið kippt aft­ur niður á jörðina þegar Elf­ar fór að vinna og son­ur­inn varð ákveðnari og kröfu­h­arðari.

Tara Sif, Adrían Elí og Elfar Elí.
Tara Sif, Adrí­an Elí og Elf­ar Elí. Ljós­mynd/​Aðsend

„Hann verður þó bara skemmti­legri eft­ir því sem tím­an­um líður og það er dá­sam­legt að fylgj­ast með hon­um stækka og þrosk­ast. Ég vildi samt óska þess að ein­hver hefði sagt mér að hann yrði bara pínu­lít­ill í kort­er. Ég er þannig úr garði gerð að mér finnst ég alltaf þurfa að vera að gera eitt­hvað og fæ sam­visku­bit ef ég slaka of mikið á. Fæ svo strax móral yfir því að hafa ekki bara verið að njóta. Held ég þurfi bara að minna sjálfa mig reglu­lega á að þessi tími komi ekki aft­ur og því sé mik­il­vægt að hafa hug­fast að ákveðnir hlut­ir geti beðið betri tíma. Litla mann­ver­an sem er að mót­ast beint fyr­ir fram­an aug­un á þér get­ur það hins veg­ar ekki. Það var svo ákveðin áskor­un að taka loka­próf kasólétt fimm dög­um áður en hann ákvað að mæta í heim­inn og svo aft­ur þrem­ur vik­um eft­ir að hann fædd­ist. Mæli ekk­ert sér­stak­lega með því en það reddaðist,“ seg­ir Tara Sif sem er hálfnuð með nám til lög­gild­ing­ar fast­eigna­sala. 

Það var furðulegt að fá soninn loksins í fangið.
Það var furðulegt að fá son­inn loks­ins í fangið. Ljós­mynd/​Aðsend

Mik­il óvissa vegna kór­ónu­veirunn­ar

„Ég verð að viður­kenna að ég var ein af þeim sem var eig­in­lega bara hrædd við þetta og hélt ég væri alls ekki til­bú­in í þetta hlut­verk. Það má því segja að það hafi verið smá sjokk þegar ég komst að því að ég væri ólétt. Í dag er þetta hins veg­ar besta gjöf sem ég hef nokk­urn tím­ann fengið. Við Elf­ar höfðum líka verið sam­an í sjö ár þegar þetta gerðist svo það var kannski bara tíma­bært. Gerði það líka að verk­um að ég losnaði loks­ins við: „Jæja, á ekk­ert að skella í barn?“. Fólk mein­ar ef­laust vel en guð má vita hversu mörg pör ganga í gegn­um erfiðleika hvað þetta varðar. Manns­lík­am­inn er magnaður en hann get­ur líka verið svo ósann­gjarn.“

Hvernig var fæðing­in?

„Ég hafði verið með „Braxt­on Hicks“ (eins og Rachel í Friends) í um það bil tvær vik­ur sem ég hélt að væri rosa vont, það er þangað til ég fékk að finna fyr­ir al­vöru sam­drátt­un­um,“ seg­ir Tara Sif. 

„Vik­urn­ar fyr­ir fæðing­una ein­kennd­ust af smáCovid hræðslu. Fær Elf­ar að vera hjá mér í fæðing­unni eða þarf ég að ganga í gegn­um þetta ein? Að fæða yfir höfuð hræddi mig mikið, hvað þá án hans. Til allr­ar ham­ingju fékk hann að vera hjá mér í gegn­um allt ferlið. Tæp­um 29 klukku­stund­um eft­ir að sam­drætt­irn­ir hóf­ust kom hann í heim­inn. Eft­ir klukku­stund­ar remb­ing kom í ljós að hann sneri með and­litið upp svo gripið var til þess ráðs að nota sog­klukku. Ljós­mæðurn­ar á Land­spít­al­an­um voru dá­sam­leg­ar og við fær­um þeim hjart­ans þakk­ir fyr­ir allt sam­an. Þeim og mænurót­ar­deyf­ing­unni, hún var bjarg­vætt­ur.“

Fjölskyldan var heima saman fyrstu vikurnar.
Fjöl­skyld­an var heima sam­an fyrstu vik­urn­ar. Ljós­mynd/​Aðsend

Tara Sif seg­ir að til­finn­ing­in við að fá son­inn í fangið hafi verið skrít­in. „Mér finnst hálfóþægi­legt að viður­kenna þetta en mín fyrsta hugs­un var: „ó guð hvað er þetta?”. Við upp­lifðum hvor­ugt þessa taf­ar­lausu ást og ham­ingju sem við bjugg­umst við en þar hlýt­ur þreyt­an að spila stórt hlut­verk. Ég var til dæm­is búin að vera vak­andi í svo gott sem tvo sól­ar­hringa á þess­um tíma­punkti. Eft­ir að við náðum smá svefni og feng­um hann svo í fangið nokkr­um klukku­stund­um eft­ir þetta allt sam­an hellt­ist ást­in yfir okk­ur, hef­ur ekki horfið síðan og eykst bara með hverj­um deg­in­um.

Besti og versti tím­inn 

Tara Sif hef­ur alltaf verið í góðu formi og hef­ur þjálfað Dans­fit-nám­skeið með Söndru Björg hjá World Class. Henn leið vel á meðgöng­unni þrátt fyr­ir að það þolið hafi versnað aðeins. 

„Það voru mik­il viðbrigði fyr­ir mig að sjá lík­amann minn breyt­ast svona. Ég hef alltaf hreyft mig mikið en allt í einu kafnaði ég nán­ast við að ganga upp fimm tröpp­ur. Á sama tíma var ég ein af þess­um óþolandi píum sem leið bara ansi vel á meðgöng­unni. Mér var bara óglatt í um það bil sex vik­ur og þurfti þá stans­laust að borða vanillu­kex og drekka app­el­sínu­djús til að slá á ógleðina. Á meðgöng­unni þráði ég aldrei neinn sér­stak­an mat, sem voru eig­in­lega pínu von­brigði. Hafði hlakkað til að senda Elf­ar upp í Mos­fells­bæ eft­ir ein­hverri sam­loku. Aft­ur á móti hryllti mig við ákveðnum mat sem ég hafði elskað fyr­ir ólétt­una, eins og til dæm­is kjúk­lingi. Adrí­an, sem þá var bara baun­in, var mjög virk­ur alla meðgöng­una og átti það til að sparka fast í rif­bein­in á mér. Neita því ekki að það var orðið vel óþægi­legt und­ir lok­in.“


„Þótt mér hafi liðið frek­ar vel á meðgöng­unni tengi ég alls ekki við „bumbusakn“ eins og svo marg­ar aðrar. Mér fannst bara rosa­lega fínt að klára þetta og fá strák­inn minn. Maður öðlast samt aukna virðingu fyr­ir lík­am­an­um sín­um á meðgöng­unni. Þetta er magnað fyr­ir­bæri.

Mér líður eins og Covid hafi í raun verið besti og versti tím­inn til að vera ólétt. Stressið í tengsl­um við fæðing­una, það er hvort ég þyrfti að ganga í gegn­um hana ein var vont en á sama tíma leið mér aldrei eins og ég væri að missa af ein­hverju fé­lags­lega því það átti sér eng­inn neitt fé­lags­líf hvort eð er.“

Morg­un­stund­irn­ar með syn­in­um nota­leg­ar

„Hann er kom­inn með nokkuð stöðuga rútínu yfir dag­inn sem er mjög þægi­legt. Á kvöld­in get­ur hann verið kröfu­h­arðari þegar mjólk­in er af skorn­um skammti. Þessa dag­ana erum við svo að vinna í því að venja hann á að sofna án þess að vera á brjósti. Það byrjaði brös­ug­lega en virðist vera að smella sam­an núna,“ seg­ir Tara Sif um dag­ana þeirra. 

„Ég elska morgn­anna okk­ar en þá er hann í lang­besta skap­inu. Oft­ast sit­ur hann í ról­unni sinni, hjal­ar og bros­ir á meðan ég sötra kaffið. Ann­ars höf­um við verið mjög dug­leg að hitta vin­kon­ur mín­ar, fara í göngu­túra og njóta þess að vera sam­an. Þegar hann legg­ur sig á dag­inn nýti ég tím­ann í að læra, taka til og svo fram­veg­is. Ég er nefni­lega enn að læra að slaka al­menni­lega á eins og áður hef­ur komið fram. Ég hlakka mikið til að klára þessa önn í nám­inu og geta ein­beitt mér að fullu að hon­um í sum­ar.“

Finnst þér móður­hlut­verkið hafa breytt þér á ein­hvern hátt?

„Móður­hlut­verkið hef­ur klár­lega fengið mig til að end­ur­hugsa for­gangs­röðun­ina. Ég þarf ekki að gera allt og þókn­ast öll­um, nema kannski hon­um. Þá kem ég sjálfri mér stöðugt á óvart hvað varðar þol­in­mæði en líka þrjósku eins og í tengsl­um við svefn­venj­urn­ar hans. Loks hélt ég alltaf að ég yrði aldrei týp­an sem myndi sýna fólki mynd­ir af barn­inu mínu í tíma og ótíma en það er ég svo sann­ar­lega.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda