Einfalt er oft betra en það sem er flókið

Það þarf ekki að vera flókið að eiga góðan dag …
Það þarf ekki að vera flókið að eiga góðan dag með börnunum. mbl.is/Colourbox

Það eru ótal margir foreldrar að velta fyrir sér hvað er best að gera með börnunum í sumarleyfinu sínu. Þessi grein minnir á mikilvægi þess að mæta þörfum barna á öllum aldri og að stundum er það sem er einfalt skemmtilegast. 

Farðu með börnin út í garð

Það þarf ekki að kosta mikið að fara með börnin út í garð. Eitt gott teppi, hollt nesti, bækur og smávegis dót geta gert góðan dag ógleymanlegan. 

Það getur verið gaman að hitta fleiri krakka í garðinum og hollt og gott að leyfa börnum að leika við aðra félaga á sínum aldri. 

Allir elska ströndina

Það er eitthvað við dag á ströndinni sem gerir alla fjölskylduna ferskari. Það að byggja sandkastala, sitja með góða bók, borða nesti og tala saman skapar nánd og einlægni sem erfitt er að finna fyrir framan tölvuna eða við sjónvarpið. 

Markaðir og söfn 

Við Íslendingar höfum verið að upplifa daga í sumar þar sem erfitt er að vera með börnin úti að leika sökum veðurs. Á þannig dögum má finna skemmtileg söfn eða markaði innandyra þar sem fjölskyldan getur upplifað menningu og list á sínum forsendum. 

Stundum getur ferð á bókasafnið gert daginn skemmtilegri. Svo ekki sé minnst á að börnin elska að ferðast með strætó. Ganga um borg og bæi og skoða mannlífið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert