Tók soninn tíma að aðlagast foreldrunum

Það tók son Tan France smá tíma að aðlagast nýja …
Það tók son Tan France smá tíma að aðlagast nýja heimilinu. Skjáskot/Instagram

Sjón­varps­stjarn­an, Íslandsvinurinn og fata­hönnuður­inn Tan France segir að mánaðargamall sonur hans hafi átt erfitt með að festa svefn á fyrstu vikunum. Barnavörur sem hann keypti hafi þó gert kraftaverk og í dag sefur pjakkurinn eins og pönduhúnn. 

France tjáir sig um fyrstu vikurnar með syninum í story á Instagram og vonar hann að þeirra reynsla muni hjálpa öðrum foreldrum að takast á við svefnvenjur ungbarna sinna. „Nú eru liðnar nokkrar vikur frá því að við komum með litla strákinn okkar Ismail heim og líkt og þið hafið séð hér í story þá gekk erfiðlega fyrstu næturnar,“ segir France.

Íslandsvinurinn sagði svo frá nokkrum barnavörum sem hann telur að hafi hjálpað syninum að ná áttum á nýju heimili. Má þar nefna vöggu sem þeir keyptu fyrir 200 þúsund, volgan skeinipappír, öryggismyndavélar, barnahvíslaratæki og lúxushreiður sem Tan France segir að litli Ismail elski.

Skjáskot/Instagram
Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál