Dóttirin með hálfrar milljón króna veski

True litla Thompson með veskið góða.
True litla Thompson með veskið góða. Skjáskot/Instagram

Hin þriggja ára gamla True Thompson er með rándýran smekk á fylgihlutum ef marka má nýjustu færslu móður hennar, Khloé Kardashian, á Instagram. Þar skartaði sú stutta veski sem kostar meira en hálfa milljón íslenskra króna.

Veskið sem umræði er frá Judith Leiber og er í laginu eins og kleinuhringur. Kostar það 4.195 bandaríkjadali eða um 526 þúsund krónur. „Engin sætari en stelpan mín,“ skrifaði Kardashian við myndina af dóttur sinni. 

Ekki er þó víst að veskið góða sé í eigu Thompson eða móður hennar, heldur gæti hún hafa fengið það lánað frá stóru frænku sinni, North West, dóttur Kim Kardashian móðursystur hennar. Veskið sýndi North litla á TikTok reikningi sínum í desember á síðasta ári þegar hún sýndi fylgjendum sínum fataskáp sinn. 

North litla, sem er átta ára, á fleiri veski frá Judith Leiber, en þar á meðal er veski sem er í laginu eins og pítsa og vagn Öskubusku. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert