Rauði þráðurinn alltaf gleði

„Þessi mynd mun hafa þá sérstöðu að þrátt fyrir að hafa alvarlegan undirtón þá er svo mikil gleði í henni og það er í raun rauði þráðurinn,“ segir Hulda Björk Svansdóttir um heimildarmyndina Einstakt ferðalag sem fjallar um son hennar Ægi Þór og ferðalag hans um landið. 

Heimildarmyndin var tekin upp síðasta sumar og í henni ferðast Ægir um landið á rafmagnshjólinu sínu og hittir önnur langveik börn, kynnist þeirra lífi og dansar með þeim. Heimildarmyndin er framleidd í samstarfi við Góðvild, félags sem hefur það markmið að styðja við verkefni sem bæta hag langveikra og fatlaðra barna á Íslandi og fjölskyldna þeirra.

Ægir Þór er með sjúkdóminn Duchenne en Hulda hefur unnið að vitundarvakningu um sjúkdóminn undanfarin ár. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert