Sparar fósturvísa fyrir börnin sín

Andy Cohen með son sinn Benjamin í fanginu.
Andy Cohen með son sinn Benjamin í fanginu. Skjáskot/Instagram

Breski fjölmiðlamaðurinn Andy Cohen segist eiga nokkra fósturvísa í frysti sem hann gæti séð fyrir sér að spara handa sínum eigin börnum í framtíðinni.

„Ég hef verið að hugsa. Þetta kann að hljóma klikkað, en ef börnin mín geta ekki eignast börn kannski eftir 20 ár, geta þau látið þíða systkini sín og alið þau upp,“ sagði Cohen í beinni útsendingu í útvarpsþættinum Jeff Lewis Live á útvarpsrásinni SiriusXm fyrr í vikunni.

Andy Cohen útskýrði mál sitt en hann, sem samkynhneigður maður sem hefur þráð að eignast börn allt sitt líf, er einstaklega þakklátur fyrir tæknifrjóvgunarleiðir og staðgöngumæður. Fréttamiðillinn Page Six greindi frá.

Cohen á tvö börn sem hann eignaðist nýlega með aðstoð staðgöngumóður. Þrátt fyrir það eru börn hans líffræðileg systkini. Sonur hans Benjamin kom í heiminn í febrúar 2019 og Cohen tók á móti dóttur sinni, Lucy, í apríl á þessu ári. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda