Þarf að fæða án mænudeyfingar

Leikkonan Mandy Moore má ekki fá mænudeyfingu.
Leikkonan Mandy Moore má ekki fá mænudeyfingu. AFP

Leikkonan Mandy Moore má ekki fá mænudeyfingu þegar hún fæðir sitt annað barn nú í haust. Ástæðan er sú að hún er með sjálfsofnæmissjúkdóm og má ekki fá deyfinguna. 

„Ég er með of fáar blóðflögur til þess að ég geti fengið mænudeyfingu,“ sagði leikkonan í viðtali við Today en hún er með sjálfsofnæmissjúkdóminn thrombocytopenic purpura.

Þetta verður ekki fyrsta fæðing Moore án mænudeyfingar en hún fæddi sin sinn Gus án lyfja. Gus litli er 17 mánaða núna. 

„Ég get alveg gert þetta einu sinni í viðbót. Ég get klifið þetta fjall aftur. Ég vildi að deyfing væri möguleiki, bara hugmyndin um að hún væri í boði væri gott,“ sagði Moore. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda