Veitingamaðurinn Róbert Aron Magnússon, betur þekktur sem Robbi Kronik, og Hólmfríður Rebekka Víkingsdóttir eiga von á sínu fyrsta barni saman. Parið greindi frá þessu á Instagram.
Róbert hefur á síðustu árum getið sér gott orð fyrir að skipuleggja götubitamarkað, en einhverjir kannast helst við hann úr útvarpsþættinum Kronik sem hann hélt úti í tuttugu ár.
„Eftir oft ótrúlega erfiða tíma og nokkrum glasafrjógvunum seinna þá getum loksins loksins tilkynnt að við eigum von á barni í febrúar,“ skrifa þau í færsluna á Instagram.
Tuttugu ár skilja þau Róbert og Hólmfríði að en þau hafa verið saman í fimm ár. Fyrir á Róbert einn son.
Barnavefurinn óskar þeim innilega til hamingju!