Albert og Guðlaug eiga von á barni

Guðlaug Elísa Jóhannsdóttir og Albert Guðmundsson ásamt syni þeirra.
Guðlaug Elísa Jóhannsdóttir og Albert Guðmundsson ásamt syni þeirra. Skjáskot/Instagram

Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson og kærasta hans, Guðlaug Elísa Jóhannsdóttir, eiga von á sínu öðru barni saman. Albert er leikmaður Genoa á Ítalíu og hefur spilað með landsliði Íslands. 

Fyrir eiga Albert og Guðlaug tveggja ára gamlan son, hann Guðmund Leó, sem er nefndur í höfuðið á afa sínum, íþróttafréttamanninum Guðmundi Benediktssyni, betur þekktur sem Gummi Ben.

Guðlaug greindi frá gleðifregnunum á Instagram-reikningi sínum í gær, sunnudag, á afmælisdegi Guðmundar Leós sem fagnaði tveggja ára afmæli sínu.

Barnavefurinn óskar þeim innilega til hamingju!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda