Af hverju eru börnin döpur?

Það er erfitt að vera barn í dag. Kröfurnar eru …
Það er erfitt að vera barn í dag. Kröfurnar eru miklar. Getty images

Rannsóknir sína að eitt af hverjum átta börnum á aldrinum 10-15 ára eru óánægð í skóla. Þetta kemur fram í könnun Children's Society. Svo virðist sem ánægja barna í skólum minnkar með hækkandi aldri. 

Ástæður fyrir óhamingjunni gætu verið af margvíslegum toga eins og til dæmis áskoranir og hormónabreytingar sem fylgja unglingsárunum. En einnig er bent á að kröfurnar sem gerðar eru til barna eru meiri í dag en fyrr á tímum. Nú er samkeppnin harðari og allt snýst um einkunnir og próf.

Hvernig er hægt að hjálpa þeim að kljást við álagið?

Allir foreldrar vilja að börnin njóti allra tækifæra í lífinu. En þeir þurfa samt að ná að tempra kvíðann sem getur fylgt slíkum væntingum. Annars þyrmir yfir unglingunum og allt þeirra sjálfsvirði snýr að hvernig þeim gengur í skólanum og hvort þeim vegni vel í lífinu.

Fullkomnunarárátta er árátta sem á sér enga endastöð. Börn með fullkomnunaráráttu refsa sig og gagnrýna sig harkalega. Þá er mikilvægt fyrir foreldra að stinga upp á einhverju öðru að gera eins og til dæmis göngutúr, baka saman pönnukökur eða hvað sem er sem dreifir athyglinni. Það er mikilvægt að leggja áherslu á aðra þætti lífs þeirra. Þau eru meira en bara einkunnir.

Hvernig fæ maður barnið til að opna sig?

Því opnari sem þú ert fyrir að hlusta því meiri líkur eru á að þau tali við þig. Það getur því gott að ræða saman meðan þið eruð úti að ganga eða í bílnum. Reyndu að halda þínum viðbrögðum eins hlutlausum og hægt er. Þú átt að vera til staðar en ekki dæma eða bregðast við. Þú gætir t.d. spurt á móti, hvernig leið þér? Leitt að heyra að þetta sé í gangi. Hvernig tókstu á við það? Hvað getum við gert?

Hvernig hjálpum við þeim með vandasama vini?

Samskipti stúlkna geta verið flókin og líka hjá strákum. Vinahópar geta verið einstaklega flóknir og það má aldrei gera lítið úr þeim vanda sem börnin geta staðið frammi fyrir í þessu samhengi. Gott er að gefa þeim stundum frí frá erfiðri vináttu. Það er til dæmis gott ef þau geta varið meiri tíma með fjölskyldunni í staðinn eða fundið áhugamál utan skólans. Það gefur þeim fjarlægð frá eitraðri vináttu og minnkar þrýstinginn.

Hvað ef barnið vill bara vera inni í herbergi?

Það er erfitt að segja hversu lengi börn eiga að mega vera ein inni hjá sér. Það er ekki óeðlilegt að unglingar vilji næði frá foreldrum sínum. Og ekki eru öll börn partýljón. Ef þau eru of mikið inni hjá sér þá þarf líka að hugleiða hvort eitthvað annað hafi breyst í fari þeirra. Eru þau áhugalausari um það sem þau áður höfðu gaman af? Stundum er hægt að hvetja þau til að fá vini í heimsókn með því t.d. að gera þeim það auðveldara. T.d. lofa þeim að eiga alla neðri hæðina og foreldrið hangi inni í herbergi á meðan.

Mikilvægt að finna leiðir til að styðja jákvæða hegðun

Það er mikilvægt að foreldrar tileinki sér leiðir og hugarfar til að styrkja góða hegðun. Verið til staðar og sýnið gott fordæmi. Foreldrar myndu aldrei setja út á líkama barnanna og verða því að gera slíkt hið sama við sjálft sig. Líkamsvirðing er eitthvað sem unglingar kljást við og skilaboð samfélagsmiðla geta verið af ýmsum toga. Þá er gott að gefa þeim ýmis fjölbreytt tækifæri til þess að prófa sig áfram í íþróttum, hreyfingu eða áhugamálum til þess að byggja upp sjálfstraust þeirra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda