Heldur að hann eigi ekki von á fleiri börnum

Elon Musk á tíu börn.
Elon Musk á tíu börn. AFP

Elon Musk, forstjóri Teslu, segist vera nokkuð viss um að hann eigi ekki von á fleiri börnum á næstunni. Tvíburarnir sem hann eignaðist með Shivon Zilis verða ársgamlir í nóvember, en greint var frá leynilegri fæðingu þeirra fyrr í haust. 

Musk á alls tíu börn og sagði í viðtali við Financial Times á dögunum að hann útilokaði ekki að eignast fleiri börn í framtíðinni, svo lengi sem hann gæti sinnt skyldum sínum sem faðir gagnvart þeim. 

Tvíburarnir sem hann eignaðist með Zilis, sem getnir vorum með tæknifrjóvgun, fæddust nokkrum vikum áður en Musk og þáverandi kærasta hans, Grimes, eignuðust sitt annað barn með aðstoð staðgöngumóður. Fyrir áttu þau soninn X Æ A-12.

Musk er sannarlega fjölburafaðir en með fyrrverandi eiginkonu sinni, Justine Wilson, á hann tvíburana Vivian Jennu og Griffin sem eru 18 ára. Saman eiga þau líka þríburana Kai Damian og Sax sem eru fæddir árið 2006. Þau eignuðust líka soninn Nevada, en hann lést aðeins tíu vikna gamall. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert