„Facebook-mömmurnar eru að fara af stað“

Birna Rún Eiríksdóttir brá sér bæði í hlutverk barna í …
Birna Rún Eiríksdóttir brá sér bæði í hlutverk barna í hrekkjavökubúning og hinna svokölluðu "Facebook-mæðra" og lék eftir myndatöku fyrir Facebook. Samsett mynd

Hrekkjavakan er framundan og því eru margir foreldrar í fullum snúningi að undirbúa búning barna sinna. Leikkonan og grínistinn Birna Rún Eiríksdóttir birti bráðfyndið myndskeið á samfélagsmiðlinum TikTok á dögunum þar sem hún tekur hrekkjavökuna fyrir. 

Birna hefur slegið rækilega í gegn á TikTok, en þar deilir hún skemmtilegum sketsum með fylgjendum sínum þar sem hún tekur á málefnum líðandi stunda á spauglegan máta. 

„Það er komið að því“

Í byrjun myndbandsins situr Birna við tölvuna sína og flettir í gegnum Facebook. „Það er komið að því. Facebook-mömmurnar eru að fara af stað,“ skrifar hún. 

Því næst má sjá Birnu klæða sig upp í fjölda búninga og stilla sér upp, en í myndskeiðinu leikur hún börn í myndatöku hjá hinum svokölluðu „Facebook-mæðrum“

„Þá er litla prinsessan mín tilbúin í hrekkjavökuna,“ segir Birna og stillir sér upp í Frozen-búning. Í myndskeiðinu stillir hún sér upp í hinum ýmsu búningum og bregður sér meðal annars í hlutverk Spiderman, kúreka og Harry Potter svo eitthvað sé nefnt. 

@birnaruneiriks93

Kæru mömmur endilega póstið myndum af búningum barnanna ykkar, við öll sem þekkjum þau ekkert getum ekki beðið! 👻 Búningana finnuru í Partybúðinni🎃

♬ This Is Halloween - The Party Cats

Bíður spennt eftir myndum

Það má eflaust túlka myndskeiðið á ýmsa vegu. Hvort sem fólk horfir á það sér til gamans eða til þess að fá búningahugmyndir, eða jafnvel hugmyndir að myndatexta við myndir af börnunum sínum þá getum við þó sammælst um að Birna sé sprenghlægileg. 

Birna biður mæður nær og fjær að deila myndum af börnum sínum á hrekkjavökunni. „Kæru mömmur, endilega póstið myndum af búningum barnanna ykkar. Við öll sem þekkjum þau ekkert getum ekki beðið!,“ skrifaði hún við myndskeiðið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert