Ekki ódýrt að eiga 11 börn

Nick Cannon á ellefu börn.
Nick Cannon á ellefu börn. Skjáskot/Instagram

Það er sannarlega ekki ódýrt að eiga ellefu börn, eins og tónlistarmaðurinn Nick Cannon veit manna best. Ellefta barn Cannons kom í heiminn á dögunum og það tólfta er á leiðinni. Sun reiknaði saman að Cannon þyrfti að greiða hið minnsta þrjár milljónir bandaríkjadala í meðlag á ári. 

Cannon sjálfur segist hins vegar eyða miklu meira en þremur milljónum dala í börnin sín á ári, en þrjár milljónir eru um 437 milljónir króna á gengi dagsins í dag. Hann gaf þó ekki upp neina upphæð um hversu mikið það kostar hann að eiga 11 og bráðum 12 börn. 

Ellefu ár eru liðin síðan Cannon varð fyrst faðir og því hefur hann að meðaltali eignast eitt barn á ári síðan þá. Börnin hafa þó sannarlega ekki fæðst eitt á hverju ári síðan 2011, því hann á tvenna tvíbura. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert