43 ára og til í fleiri börn

Leikkonan Kate Hudson tekur einn dag í einu.
Leikkonan Kate Hudson tekur einn dag í einu. AFP

Hollywood-stjarnan Kate Hudson er á fimmtugsaldri og á þrjú börn. Leikkonan er í núinu og er alls ekki búin að útiloka að eignast fjórða barnið. Hún er hæstánægð með að vera 43 ára. 

„Ég hef verið að eignast börn alla mína fullorðinstíð,“ sagði hin 43 ára gamla Hudson í viðtali við tímaritið Byrdie. „Ég á fjögurra ára barn og ég á barn í háskóla. Ég veit ekki einu sinni hvort ég sé hætt. Þú veist, ég veit ekki svarið við því.“

Hudson sem er greinilega ekki að skipuleggja lífið of mikið leggur mikla áherslu á að lifa í núinu. Hún kennir þeim að vera meðvituð um sig. „Málið með börn eru að þau verða að fá að vera þau sem þeim er ætlað að vera.“

Leikkonan á þrjú börn með þremur mönnum. Hún eignaðist soninn Ryder með fyrrverandi eiginmanni sínum, tónlistarmanninum Chris Robinson, árið 2004. Árið 2011 eignaðist hún Bingham með fyrrverandi unnusta sínum, Matt Bellamy úr hljómsveitinni Muse. Árið 2018 eignaðist hún dótturina Rani með unnusta sínum Danny Fujikawa. 

Kate Hudson.
Kate Hudson. AFP

Leikkonan verður 44 ára í apríl á næsta ári og er ánægð með að vera á fimmtugsaldrinum. „Núna veit ég af hverju allir vinir mínir sem eru eldri en ég sögðu á fimmtugsaldri að þetta væri best í heimi. Þetta er uppáhaldsáratugurinn minn enn sem komið er,“ sagði hún og segist ekki hugsa út í hvernig hækkandi aldur farið með hana í Hollywood. 

Þrjú börn eru ekki of mikið.
Þrjú börn eru ekki of mikið. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert