„Held að dóttir okkar hafi komið á fullkomnum tíma“

María Ósk Skúladóttir og Jón Daði Böðvarsson eignuðust dótturina Sunnevu …
María Ósk Skúladóttir og Jón Daði Böðvarsson eignuðust dótturina Sunnevu Sif árið 2019.

María Ósk Skúladóttir, viðskiptafræðingur og áhugaljósmyndari, eignaðist sitt fyrsta barn með kærasta sínum, fótboltamanninum Jóni Daða Böðvarssyni, þegar hún var 25 ára og segir hún dótturina Sunnevu Sif hafa komið á fullkomnum tíma fyrir þau. María og Jón Daði eru búsett í Bretlandi og hafa verið undanfarin ár þar sem Jón Daði spilar með Bolton Wanderers. 

Meðgangan var ekki sú auðveldasta en María greindist með hypereesis gravidarum (HG) á meðgöngunni en jafnaði sig eftir 20. viku meðgöngunnar. María elskar líf fjölskyldunnar í Bretlandi þó það sé stundum erfitt að vera í fjarri fjölskyldu og vinum á sama tíma og það getur verið notalegt að vera í sinni eigin búbblu saman. 

María segir að hana hafi alltaf langað til að verða mamma og segist líka hafa vitað að hún vildi eignast barn frekar ung, heldur en seinna. „Ég átti dóttur mína þegar ég var 25 ára og það var að mínu mati bara fullkominn tími fyrir mig persónulega,“ segir María en Sunneva Sif verður fjögurra ára í febrúar næstkomandi.

María hélt fyrst að hún væri með magapest sem hún …
María hélt fyrst að hún væri með magapest sem hún losnaði ekki við, svo mikil voru uppköstin.

Leið eins og sjúklingi fyrstu 20 vikurnar 

Spurð hvernig meðgangan hafi verið segir María að í sannleika sagt hafi hún verið mjög erfið. Hyperemesis gravidarum felur í sér mikla ógleði og uppköst, langt um fram það sem eðlilegt er talð. 

„Ég lagaðist sem betur fer af því á viku 20 á meðgöngunni en þá var ég búin að vera mjög veik frá viku sex. Að því leiti var ég heppin þar sem sumar konur með HG lagast ekki fyrr en barnið er fætt. Í fyrstu gerði ég mér ekki grein fyrir því að þessi veikindi væru tengd óléttunni þar sem ég hafði aldrei heyrt af þessu áður. Ég hélt þar af leiðandi að ég væri bara með svona hrikalega ælupest sem væri ekki að lagast – en eftir nokkra daga og heimsókn til læknis þá kom þetta í ljós,“ segir María. Þá fékk hún uppáskrifuð lyf sem hjálpuðu henni því fyrir það gat hún ekki haldið niðri svo mikið sem vatnssopa. 

„Þrátt fyrir lyfin var ég með mikla ógleði allan sólarhringinn í rúmar 14 vikur og kastaði upp mörgum sinnum á dag allan þann tíma. Þá endaði ég á einum tímapunkti á að þurfa að fá vökva og ógleðislyf í æð á uppi á spítala enda orðin mjög þurr eftir öll uppköstin. Mér leið ekki eins og ég væri ólétt þennan fyrri helming meðgöngunnar heldur leið mér eins og sjúklingi sem var mjög leiðinlegt,“ segir María.

Seinni helmingurinn var hins vegar góður í samanburði við fyrri helminginn. Þá gat hún farið að skoða barnaföt og gera allt þetta skemmtilega sem fylgir meðgöngu. „Ég myndi þó hiklaust ganga í gegnum þetta allt aftur til að eiga dóttur mína þar sem hún var sko aldeilis þess virði en ég ætla ekki að ljúga þvi að það hræðir mig smá að verða svona veik ef ég verð ólétt aftur.“

María segir Sunnevu Sif hafa komið á fullkomnum tíma inn …
María segir Sunnevu Sif hafa komið á fullkomnum tíma inn í líf þeirra.

Felldi ekki tár yfir fæðingunni

María segir að það hafi ekki endilega margt sem hafi komið henni á óvart við það að verða mamma. Vinkonur hennar höfðu margar hverjar átt börn áður og því hafði hún aðeins kynnst því hverju það fylgir að verða mamma. „Ég var alveg búin að undirbúa mig vel undir það að það yrði krefjandi að vera með barn og tíminn fyrir sjálfa mig myndi minnka mikið,“ segir María. 

Það sem kom aftur á móti Maríu á óvart var að fá dóttur sína í fangið í fyrsta skipti. Alltaf heyrist sögur um yfirþyrmandi ást og tengingu við barnið sem foreldrar finna fyrir þegar þeir fá barnið fyrst í hendurnar. 

„Það var bara alls ekki mín upplifun. Vissulega var ég glöð að hún var komin í heiminn en ég fann meira bara fyrir gífurlegri ábyrgð og varnartilfinningu gagnvart henni. Ég sem tárast yfir öllu felldi ekki tár yfir fæðingu dóttur minnar sem kom mér á óvart,“ segir María. 

María vissi alltaf að hún vildi verða móðir og að …
María vissi alltaf að hún vildi verða móðir og að hún vildi ekki geyma barneignir lengi.

Hún bætir við að hún hafi fundið fyrir sorg og samviskubiti yfir tilfinningum sínum. „Það var ekki fyrr en um tveimur mánuðum síðar sem ég fann sjálf fyrir þessari yfirþyrmandi ást og tengingu til dóttur minnar sem allir tala um. Núna hins vegar horfi ég bara á það sem ég eigi þessa auka skemmtilegu minningu um það þegar ég upplifiði þessar tilfinningar í fyrsta skipti sem mér þykir einstaklega vænt um.“

Brjóstagjöfin kom henni líka á óvart, og þá hversu erfið hún getur verið. Í undirbúningnum fyrir fæðinguna hafði hún ekkert kynnt sér brjóstagjöf sérstaklega en eftir á að hyggja telur hún að það hafi kannski verið mistök. Brjóstagjöfin hafi því miður ekki gengið upp hjá þeimþ. „Það voru smá vonbrigði sem fylgdu því en að sama skapi var þó gaman fyrir manninn minn að upplifa að geta gefið pela á jafns við mig. Pelagjöfin gerði það líka að verkum að ég var ekki alveg eins bundin yfir dóttur minni fyrstu mánuðina,“ segir María.

„Lífið breyttist á góðan hátt“

María segir þau Jón Daða ekki hafa verið að flýta sér að eignast barn. Þau hafi átt dásamlegan tíma þar sem þau gátu ferðast og notið lífsins sem par, áður en að kom að barneignum. 

„Ég myndi segja að lífið hafi breyst á góðan hátt. Lífstíllinn okkar fyrir barneignir var mjög fjölskylduvænn þannig séð og það vantaði í raun bara barnið. Ég held að dóttir okkar hafi bara komið á fullkomnum tíma og við vorum alveg tilbúin í það verkefni og við hlökkuðum mjög til. Núna höfum við kannski aðeins minni tíma fyrir okkur sjáf en ég elska að hafa aðeins meira að gera og dóttir okkar er æðislegur karatrer sem gerir hversdaginn svo mikið skemmtilegri,“ segir María. 

Mæðgurnar eru duglegar að skella sér á leiki hjá pabba, …
Mæðgurnar eru duglegar að skella sér á leiki hjá pabba, sem leikur með Bolton.

Í uppeldinu leggja þau helst áherslu á að byggja upp náin og góð tengsl. Þau reyna að virða hennar þroskastig og tilfinningar og byggja þannig upp sambandið á góðum samskiptum og virðingu fyrir mörkum á báða bóga.

„Við reynum að gefa dóttur okkar mikið af gæðastundum með okkur og óskipta athygli þegar við getum. Mikið af uppeldisstílnum okkar rímar alveg við RIE (virðingarríkt uppeldi) en ég myndi samt ekki segja að við séum að fylgja því neitt sérstaklega. Við reynum að gæta bara meðalhófs í ölllu en dóttir okkar fær til dæmis alveg mikinn sykur og skjátíma inn á milli og ég skammast mín bara ekkert fyrir það á meðan það er í góðu jafnvægi við allt annað,“ segir María. 

María segir líf þeirra Jóns Dags hafa breyst á góðan …
María segir líf þeirra Jóns Dags hafa breyst á góðan hátt eftir að Sunneva Sif kom í heiminn.

Leikskólar í Bretlandi mjög dýrir

Fjölskyldur þeirra Maríu og Jóns Daða eru búsettar á Íslandi og segir María að það geti oft verið erfitt að búa svo langt frá ástvinum. Hún finni svo klárlega meira fyrir fjarlægðinni eftir að þau eignuðust Sunnevu Sif.

„Við erum þó mjög heppin að fá mjög oft heimsóknir frá ömmum og öfum og ég fer reglulega til Íslands með dóttur okkar. Ég verð þó að viðurkenna að það getur líka gott inn á milli að vera langt í burtu fra öllum og vera bara í okkar litlu búbblu, við fjölskyldan erum bara mjög náin fyrir vikið,“ segir María. 

Spurð hvort hún finni fyrir miklum mun á því að ala upp barn í Bretlandi eða Íslandi segir María að ungbarnaeftirlitið sé ekki eins. Hún var samferða tveimur vinkonum sínum á meðgöngunni og því gátu þær borið saman bækur sínar. 

„Það fyrsta sem ég rak mig á að var töluvert öðruvísi er hvað það er mikið minni eftirfylgni með barninu fyrsta árið hérna úti. Eftir fimm daga skoðunina á dóttur minni var engin skoðun eða þroskamat gerð á henni fyrr en um eins árs á meðan ég fylgdist með vinkonum mínum á Íslandi fara með börnin sín reglulega í skoðun fyrsta árið. Þá er byrjað fyrr á bólusetningum barna hér úti heldur en á Íslandi,“ segir María. 

Svo voru það leikskólamálin sem María þurfi smá tíma til að finna út úr. Bæði er talað um „nursery“ og svo „pre-school“. Eftir smá rannsóknarvinnu fann hún út úr því að nursery eru leikskólar fyrir nokkurra mánaða börn til fjögurra ára. Pre-school er svo einungis fyrir börn á aldrinum 3 til 4 ára.

„Krakkar í nursery fara á pre-school deild innan leikskólans þegar þeir verða 3 ára. Leikskólar í Bretlandi eru mjög dýrir og eru ekki niðurgreiddir að neinu leiti fyrr en um 3 ára aldur og því eru margir krakkar bara að hluta til í leikskóla fram að því en ekki í fullu plássi. Fullt pláss á leikskóla fyrir 3 ára aldur kostar foreldra oft jafn mikið eða meira en fjölskyldan borgar fyrir húsnæði mánaðarlega,“ segir María. 

Sunneva Sif er núna á pre-school-deild í leikskólanum sínum þar sem hún verður fjögurra ára í febrúar. Síðan mun hún útskrifast úr leikskólanum og byrja í skóla næsta haust, því börn í Bretlandi hefja skólagöngu fjögurra ára.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert