Kristrún Frostadóttir eignaðist aðra dóttur

Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar.
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar. mbl.is// Kristinn Magnússon

Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar og eiginmaður hennar, Einar Bergur Ingólfsson viðskiptafræðingur, eignuðust dóttur 9. febrúar. 

Fyrir eiga hjónin dóttur sem er fædd 2019. 

Kristrún varð formaður Samfylkingarinnar í fyrra en hún hóf störf sem alþingismaður 2021. Það gustar af Kristrúnu hvert sem hún kemur og ekki síst eftir að hún varð formaður Samfylkingarinnar. Hún er hagfræðingur að mennt og hefur starfað víðsvegar um atvinnulífið meðal annars hjá Arion banka, Viðskiptaráði Íslands, Morgan Stanley í New York og Lundúnum og hjá Kviku banka. 

Barnavefurinn á mbl.is óskar þeim til hamingju með dóttur númer tvö. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert