Vill ekki þurfa að gera allt ein

Chris Pratt og Katherine Schwarzenegger Pratt eiga tvö börn saman.
Chris Pratt og Katherine Schwarzenegger Pratt eiga tvö börn saman. AFP

Katherine Schwarzenegger Pratt er tveggja barna móðir, rithöfundur og heldur úti Instagram Live seríu sem fjallar um allt tengt barnauppeldi. Hún segir mikilvægt að þiggja alla hjálp sem maður getur í lífinu.

„Mér hefði liðið mjög illa ef ég hefði ekki tekið mömmu mína og systur með mér,“ segir hún um kynningarferð sem hún fór í um daginn til þess að kynna nýjustu bók sína Good Night, Sister. En mamma hennar Maria Shriver og systir hennar Christina hjálpuðu henni með börnin á meðan. 

Schwarzenegger Pratt á tvær dætur á aldrinum 2 ára og 8 mánaða með eiginmanninum Chris Pratt. 

„Við erum alltaf að sjá mæður á samfélagsmiðlum sem eru að alltaf að gera allt sjálfar. Ég vil hins vegar ekki gera allt. Ég vil geta reitt mig á fólkið í kringum mig, móður mína og systur. Ég vil vera hreinskilin og segja, þetta get ég ekki gert í dag. Barnið er lasið. Það vakti í alla nótt að taka tennur. Ég þarf að vera mamma núna.“

„Við þurfum ekki að gera allt, það má biðja fólkið sitt um aðstoð. Það er í lagi. Konur eiga afar erfitt með að biðja um hjálp. En ef maður er að tækla mörg hlutverk í lífinu þá er það nauðsynlegt að geta beðið um aðstoð.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert