Hildur Sverris orðin móðir

Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Ljósmynd/Aðsend

Hildur Sverrisdóttir, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, eignaðist sitt fyrsta barn þann 6. apríl með unnusta sínum Gísla Árnasyni, ráðgjafa hjá Aton.JL. Sonurinn kom í heiminn á skírdag og greinir Hildur frá því á samfélagsmiðlinum Facebook að fjölskyldan hafi þurft að dvelja í viku á Landspítalanum. 

„Við þurftum að vera í viku á Landspítalanum meðal annars þar sem litli páskaunginn okkar var of gulur. Það er ekki ofsagt að af þeim tugum heilbrigðisstarfsmanna sem aðstoðuðu okkur voru þau öll með eindæmum stórkostleg. En svo fékk litli að klæðast alltof stóru heimferðarpeysunni sem mamma prjónaði á mig fyrir mína heimferð af Sankt Erik sjukhus fyrir dálitlu síðan og út í tilveruna héldum við, yfirmáta þakklát fyrir þetta litla líf.“

Barnavefurinn óskar þeim hjartanlega til hamingju með soninn! 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert