Hildur eignaðist fjórða barnið á laugardaginn

Hildur Björnsdóttir er búin að eiga fjórða barnið.
Hildur Björnsdóttir er búin að eiga fjórða barnið. mbl.is/Árni Sæberg

Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, eignaðist sitt fjórða barn á laugardaginn þegar dóttir hennar og Jóns Skaftasonar kom í heiminn. Stúlkan var 17 merkur og 55 cm þegar hún fæddist. 

Í viðtali við Morgunblaðið í vor sagði Hildur frá því að ómögulegt væri að skipuleggja lífið langt fram í tímann. 

„Ég hefði sann­ar­lega ekki getað ímyndað mér þess­ar breyt­ing­ar. Ég hef lært það á síðustu árum að það er ómögu­legt að skipu­leggja lífið mörg ár fram í tím­ann, enda líf okk­ar hjóna þess eðlis að við fáum reglu­lega mjög óvænt, stór en skemmti­leg verk­efni í fangið. Þannig er bara okk­ar líf og verður ef­laust alltaf. Síðustu pásk­ar voru ein­ung­is ör­fá­um vik­um fyr­ir borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, og því erfitt að taka mikið frí. Ég ætla því að njóta þess­ara páska al­veg sér­stak­lega vel, en að lokn­um pásk­um þarf ég að fara að huga al­menni­lega að komu dótt­ur okk­ar, en það þarf nú víst að skipu­leggja ým­is­legt þegar fjölg­ar í fjöl­skyld­unni.“



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert