Opinberuðu nafn frumburðarins

Sky Safir Cornish Colman.
Sky Safir Cornish Colman. Samsett mynd

Tónlistarkonan og Íslandsvinkonan, Jessie J og kærasti hennar Chanan Safir Colman, eru búin að opinbera nafnið á frumburði sínum. Litli drengurinn fékk nafnið Sky Safir Cornish Colman. 

Jessie J birti færslu á Instagram sem sýnir hinn eins mánaða gamla son söngkonunnar og við færsluna var ritað: „Sky Safir Cornish Colman“ ásamt myndtáknum sem tengjast himninum, skýi, þrumufleyg, regnboga og fleiru. 

Hin 35 ára gamla söngkona veitti einnig innsýn í líf sitt sem nýbökuð móðir og birti myndskeið er sýnir frá fæðingunni, augnablikið þegar hún fékk son sinn í fangið, fjölskyldukúr og fleiri dýrmæt augnablik. 

Verið opinská um ófrjósemi

Jessie J deildi óléttufregnunum með fylgjendum sínum í upphafi árs en þá var rúmt ár liðið frá fósturmissi. Hún hefur talað mjög opinskátt um erfiðleika sína og ófrjósemisvanda, bæði á samfélagsmiðlum og í viðtölum.

Jessie J og Colm­an, sem er dansk-ísralskur körfu­boltamaður, hófu sam­band sitt í apríl 2022 og er þetta fyrsta barn þeirra beggja.

View this post on Instagram

A post shared by Jessie J (@jessiej)

View this post on Instagram

A post shared by Jessie J (@jessiej)

View this post on Instagram

A post shared by Jessie J (@jessiej)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert