Lúðvík prins átti stórleik

Lúðvík er lítið fyrir að standa eða sitja rólegur.
Lúðvík er lítið fyrir að standa eða sitja rólegur. Samsett mynd

Lúðvík prins setti upp sýningu á svölum Buckingham-hallar um helgina. Prinsinn var spenntur þegar hann fylgdist með flug­sýn­ingu breska hers­ins í kjöl­far skrúðgöng­unn­ar Troop­ing the Colour sem haldin er árlega til að fagna opinberum afmælisdegi þjóðhöfðingja í Bretlandi. 

Lúðvík er aðeins fimm ára gamall og hefur ekki enn lært að fela tilfinningar eins og margir í fjölskyldu hans. Hann sást fagna flugeldasýningunni með ótrúlegum handahreyfingum. Systkini hans, Georg og Karlotta, voru við hans hlið á svölunum og virtust aðeins rólegri. 

Anna prinsessa, Georg prins, Lúðvík prins, Katrín prinsessa, Karlotta prinsessa …
Anna prinsessa, Georg prins, Lúðvík prins, Katrín prinsessa, Karlotta prinsessa og Vilhjálmur prins. AFP/Adrian DENNIS

Systkinin voru í hestvagni í skrúðgöngunni og var eitthvað sem lyktaði illa. Að minnsta kosti tók guttinn fyrir nefið á ferðinni. 

Systkinin Georg, Lúðvík og Karlotta.
Systkinin Georg, Lúðvík og Karlotta. AFP/Daniel LEAL
Konungsfjölskyldan á svölunum.
Konungsfjölskyldan á svölunum. AFP/Adrian DENNIS
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert