Leyfði 13 ára dótturinni að húðflúra sig

Machine Gun Kelly fór með dóttur sinni í sumarfrí til …
Machine Gun Kelly fór með dóttur sinni í sumarfrí til Frakklands. AFP

Tónlistarmaðurinn Machine Gun Kelly leyfði 13 ára gamalli dóttur sinni, Casie Colson Baker, að húðflúra sig baksviðs á Hellfest-rokkhátíðinni í Frakklandi. 

Feðginin hafa verið í sumarfríi saman síðustu daga, en Kelly deildi á dögunum myndaröð frá fríinu með fylgjendum sínum á Instagram. Á fremstu myndinni má sjá Baker húðflúra föður sinn, en myndin hefur vakið þó nokkra athygli. 

„Dóttir mín sagði sumarfrí, við enduðum á Hellfest-rokkhátíðinni,“ skrifaði tónlistarmaðurinn við færsluna. 

Kynntust áður en Kelly varð frægur

Kelly deilir Baker með fyrrverandi kærustu sinni Emmu Cannon, en hún er fyrsta barn þeirra og kom í heiminn 24. júlí 2009. Fyrrverandi parið kynntist áður en Kelly varð frægur, en lítið er vitað um samband þeirra.

Í dag er Kelly trúlofaður leikkonunni Megan Fox, en síðustu mánuðir hafa þó verið stormasamir hjá parinu sem hefur ratað mikið í fjölmiðla. Í febrúar síðastliðnum fór orðrómur um meint framhjáhald Kelly á flug, en þau virtust þó hafa unnið sig í gegnum erfiðleikana og byrjuðu aftur saman í apríl. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert