Fæddi fjórða barnið 49 ára gömul

Sanela Diana Jenksins fæddi stúlkubarnið á þriðjudag.
Sanela Diana Jenksins fæddi stúlkubarnið á þriðjudag. Samsett mynd

Raunveruleikastjarnan Sanela Diana Jenksins, þekktust fyrir þátttöku sína í raunveruleikaþættinum The Real Housewives of Beverly Hills, eignaðist sitt fjórða barn á þriðjudag þegar dóttir hennar og leikarans Asher Monroe kom í heiminn. Jenkins er 49 ára gömul. 

Raunveruleikastjarnan tilkynnti um fæðingu barnsins á Instagram-reikningi sínum, í færslu þar sem hún sést ásamt unnusta sínum og nýfædda stúlkubarninu, sem hlotið hefur nafnið Elodie Mae Book. 

Stúlkan er annað barn Jenkins með Monroe, en þau eiga einnig hina tveggja ára gömlu Eliyönuh. RHOBH-stjarnan var áður gift breska fjármálamanninum Roger Jenkins og á með honum tvö uppkomin börn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda