Eiga von á þriðja barninu

Arna Ýr Jóns­dótt­ir og Vign­ir Þór Bolla­son eiga von á …
Arna Ýr Jóns­dótt­ir og Vign­ir Þór Bolla­son eiga von á barni.

Hjónin Arna Ýr Jóns­dótt­ir, feg­urðardrottn­ing og hjúkrunarfræðinemi, og Vign­ir Þór Bolla­son kírópraktor eiga von á sínu þriðja barni. Þau tilkynntu um óléttuna þrátt fyrir að vera ekki búin að fara í 12 vikna sónar sem þykir óvenjulegt. 

Hjónin sem giftu sig í sumar eiga fyrir tvö börn. „Það er ekki sjálfsagt að fá að skapa líf inn í þennan heim, við erum full af þakklæti og eftirvæntingu,“ skrifa þau Arna Ýr og Vignir á samfélagsmiðla sína. 

Arna Ýr útskýrði einnig af hverju hún tilkynnti meðgönguna snemma. 

„Að mæta til vinnu eða í skólann með vanlíðan, ógleði, þreytu og allt þar á milli og segjast líða vel til þess að enginn fatti hvað er í gangi er stórt verkefni sem lengi hefur hvílt á herðum verðandi mæðra og gerir enn. Þessi óskrifaða regla að barn undir belti skuli vera leyndarmál þar til 12v sónarskoðun gefi grænt ljós á tilkynningu er ekki eitthvað sem við ætlum taka þátt í í þetta skiptið þó við virðum það heils hugar. Eins hrá og ég er varðandi okkar líf og lifnaðarhætti vil ég taka ykkur með í þetta fallega ferðalag frá degi eitt, að skapa líf.“

Fjölskylduvefurinn óskar þeim til hamingju!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert