Ófrísk Kourtney Kardashian lögð inn á spítala

Kourtney Kardashian var lögð inn á spítala í Los Angeles …
Kourtney Kardashian var lögð inn á spítala í Los Angeles á dögunum, Samsett mynd

Síðastliðinn föstudag tilkynnti hljómsveitin Blink-182 að fresta yrði því að hefja tónleikaferð þeirra um Evrópu þar sem trommarinn Travis Barker þurfti skyndilega að fljúga heim til Los Angeles þar sem ófrísk eiginkona hans, Kourtney Kardashian, var lögð inn á spítala.

Enn er óljóst hvers vegna Kardashian var lögð inn á spítala, en heimildamaður People segir dvöl hennar þar hafa verið stutta og að hún sé komin heim til barnanna sinna. „Henni líður betur. Hún er ánægð með að fá Travis aftur heim,“ sagði heimildamaðurinn.

Vegna þessa þurfti hljómsveitin að endurskipuleggja tónleika í Glasgow, Belfast og Dublin, og lofuðu að veita frekar upplýsingar eins fljótt og auðið er.

Barker og Kourtney gengu í hjónaband í maí 2022 við glæsilega athöfn á Ítalíu, en í júní síðastliðnum tilkynntu þau að þau ættu von á sínu fyrsta barni saman eftir að hafa reynt við barneignir í þrjú ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda