Georgia Fualaau, önnur af tveimur dætrum Mary Kay Letourneau og Vili Fualaau, á von á sínu fyrsta barni. Letourneau vakti heimsathygli seint á síðustu öld þegar hún var dæmd í fangelsi fyrir að nauðga 12 ára gömlum nemanda sínum, sem síðar varð eiginmaður hennar. Letourneau og Fualaau eignuðust tvær dætur og fæddi hún Georgiu innan veggja fangelsins árið 1999.
Í viðtali sínu við People segir hin 24 ára gamla verðandi móðir að hún sé mjög spennt fyrir móðurhlutverkinu og að móðir hennar heitin hafi undirbúið hana vel, en fyrrverandi kennarinn lést í júlí 2020 eftir baráttu við krabbamein.
Letourneau var kennari í sjötta bekk árið 1996 þegar hún hóf ólöglegt kynferðislegt samband við nemanda sinn, Fualaa, sem var þá tólf ára. Hún var dæmd í 7 ára fangelsi fyrir að nauðga honum.
Þegar hún losnaði úr fangelsi var Fualaau orðinn fullorðinn og fengu þau nálgunarbann gegn henni niðurfellt. Þau giftu sig árið 2005, en skildu 2017. Í dag er Fualaau fertugur og að verða afi.