Hafa loksins náð sáttum í ljótri forræðisdeilu

Joe Jonas og Sophie Turner hafa náð sáttum í ljótri …
Joe Jonas og Sophie Turner hafa náð sáttum í ljótri forræðisdeilu. AFP

Síðustu vikur hafa tónlistarmaðurinn Joe Jonas og leikkonan Sophie Turner staðið í ljótum skilnaði og forræðisdeilu yfir börnunum þeirra tveimur. Nú hafa þau hins vegar náð að leggja deilurnar til hliðar og hafa náð sáttum í forræðisdeilunni.

Þann 5. september sótti Jonas formlega um skilnað frá Turner eftir fjögurra ára hjónaband. Tveimur vikum síðar lagði Turner fram kæru á hendur Jonas þar sem hún hélt því fram að hann væri að halda börunum þeirra tveimur ólöglega í Bandaríkjunum og vildi fá þau til heimalands hennar, Englands. 

Munu eyða jafn miklum tíma hjá Jones og Turner

Nú hafa fyrrverandi hjónin tjáð sig eftir vel heppnaða sáttamiðlun og heita því að ala dætur sínar tvær upp í vinsemd. „Eftir árangursríka sáttamiðlun höfum við samþykkt að börnin muni eyða jafn miklum tíma á ástríkum heimilum okkar, bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi,“ sögðu þau í yfirlýsingu til Page Six.

Samkvæmt dómsskjölum samþykktu þau að Turner myndi fá stelpurnar aftur til Bretlands frá 9. október til 21. október. Þá munu þær fara til Bandaríkjanna til Jones til 2. nóvember. Þá mun Jones eyða þakkagjörðarhátíðinni með dætrum sínum á meðan Turner mun halda upp á jólin með þeim. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert