Svona lítur Solla Stirða út í dag

Julianna Rose Mauriello túlkaði Sollu Stirðu í þáttunum um Latabæ.
Julianna Rose Mauriello túlkaði Sollu Stirðu í þáttunum um Latabæ. Skjáskot/IMDb

Bandaríska leikkonan Julianna Rose Mauriello skaust upp á stjörnuhimininn þegar hún fór með hlutverk Sollu Stirðu (e. Stephanie) í þáttunum um Latabæ, Lazy Town á ensku, árið 2004, þá aðeins 13 ára gömul. 

Mauriello varð snemma mikil áhugamanneskja um leiklist og tók þátt í sviðsuppfærslum í heimabæ sínum í Irvington í New York-fylki. Fyrsta atvinnuhlutverk Mauriello á sviði var í söngleiknum Oklahoma! á Broadway árið 2002, en þar fór hún með hlutverk Li'l Titch. Í kjölfarið fór hún með hlutverk í nokkrum stórum sýningum og lék meðal annars í söngleiknum Gypsy ásamt Bernadette Peters. 

Örfáum árum síðar var Mauriello valin úr hópi stúlkna til þess að fara með hlutverk Sollu Stirðu, en það var Magnús Scheving, höfundur Latabæjar og sjálfur Íþróttaálfurinn, sem valdi hana í hlutverkið.

Til þess að túlka bleikhærða borgara Latabæjar fluttist leikkonan búferlum til Íslands þar sem hún tók upp 52 þætti af vinsæla barnaefninu. Árið 2006 var Mauriello tilnefnd til bandarísku Emmy-verðlaunanna fyrir afburða frammistöðu í flokki leikins barnaefnis, en þættirnir voru sýndir í yfir 70 löndum. 

Í dag er Mauriello 32 ára gömul og hefur sagt skilið við leiklistina. Hún útskrifaðist sem iðjuþjálfari frá Columbia-háskóla í New York og er sérhæfð í iðjuþjálfun barna. 




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda