Fimleikadrottningin orðin móðir

Fimleikakonan Kolbrún Þöll Þorradóttir er orðin móðir.
Fimleikakonan Kolbrún Þöll Þorradóttir er orðin móðir. Skjáskot/Instagram

Fimleikakonan Kolbrún Þöll Þorradóttir og kærasti hennar Ísak Óli Helgason eignuðust sitt fyrsta barn saman þann 17. október síðastliðinn. 

Parið deildi gleðifregnunum í sameiginlegri færslu á Instagram þar sem þau birtu fallega mynd af dóttur sinni.

Kolbrún Þöll hefur undanfarin ár verið lykilhlekkur í íslenska landsliðinu í hópfimleikum en lenti í meiðslum í september 2022 þegar hún sleit hásin degi fyrir brottför á Evrópumótið í hópfimleikum í Lúxemborg sem var mikið áfall fyrir landsliðið. 

Fjölskylduvefurinn óskar þeim innilega til hamingju!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert