Tónlistarmaðurinn Aron Can varð pabbi í apríl síðastliðnum þegar sonur hans og sambýliskonu hans Ernu Maríu Björnsdóttur kom í heiminn. Hann deildi á dögunum hjartnæmri færslu til sonar síns.
Á dögunum birtu Aron myndaröð á Instagram með myndum af honum og syni hans, Theo Can Gultekin.
Við myndaröðina skrifaði hann: „Litli kall litli Can, prinsinn minn til eilífðar ég meinaða, það fylgja mismunandi breytingar en þegar hann kom í heiminn var ég loksins búinn að meikaða.“