Fékk jákvætt óléttupróf á Þjóðhátíð í Eyjum

Elísabet Metta Svan Ásgeirsdóttir deildi hjartnæmu myndskeiði á YouTube-rás sinni …
Elísabet Metta Svan Ásgeirsdóttir deildi hjartnæmu myndskeiði á YouTube-rás sinni frá fyrstu vikum meðgöngunnar, en hún á von á sínu öðru barni. Samsett mynd

Elísabet Metta Svan Ásgeirsdóttir á von á sínu öðru barni með eiginmanni sínum, Ágústi Frey Hallssyni. Á dögunum birti Elísabet hjartnæmt myndskeið á YouTube-rás sinni frá fyrstu vikum meðgöngunnar. 

Elísabet og Ágúst eru stofnendur og eigendur staðarins Maka'i þar sem þau selja acai-skálar sem hafa notið mikilla vinsælda. Fyrir eiga þau einn son, Viktor Svan, sem kom í heiminn árið 2018. 

Í myndskeiðinu sýnir Elísabet bæði frá gleði- og sorgarstundum sem hún upplifði á fyrstu vikum meðgöngunnar. Myndskeiðið hefst 5. ágúst síðastliðinn þar sem hún var stödd í vinnuferð á Þjóðhátíð í Eyjum.

„Ég er eitthvað svo stressuð“

„Ég heilsa ykkur hérna frá Eyjum. Málið er þannig að ég ætla aðeins að taka hérna upp því ég er að fara að taka óléttupróf. Gaman að gera þetta svona þegar maður er hérna á Þjóðhátíð í Eyjum,“ segir Elísabet í byrjun myndskeiðsins og tekur upp pakka með tveimur óléttuprófum. 

Því næst sest hún á klósettið og tekur óléttuprófin tvö. Í næstu klippu fær hún niðurstöðurnar. „Ég er eitthvað svo stressuð, ég veit ekki af hverju ég er svona stressuð af því að þetta „basically“ skiptir engu máli. Ég er bara ekkert eðlilega óþolinmóð manneskja og þegar við eignuðust Viktor Svan þá einhvern veginn var hann bara smá svona, ekki slys, alls ekki, ég myndi aldrei segja það, en hann var ekkert planaður, ekki neitt.

Þegar maður kannski lendir í einhverju þannig þá bara þú veist heldur maður að þetta sé eitthvað svo létt en í rauninni er þetta bara kraftaverk þegar að eitthvað svona gerist. Ég er að reyna að segja við sjálfa mig: Þetta skiptir engu máli, ef þetta gerist ekki núna þá bara gerist þetta næst,“ útskýrir hún. 

Því næst kemur mikill gleðisvipur á Elísabetu sem grípur um andlitið og segir svo: „Ég er ólétt!“ áður en gleðitárin brutust fram. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert