Fjölskylduvefur mbl.is leitar að besta kennara landsins! Þegar fólk lítur til baka man það oftast eftir einum kennara sem hafði einstaklega mikil áhrif á skólagönguna. Foreldrar vita líka hvaða kennari er í uppáhaldi hjá börnunum þeirra.
Hvað er það við kennarann sem er svona frábært? Er kennarinn svona skemmtilegur eða hefur hann bætt árangur nemenda mikið?
Árið 2019 var til að mynda Peter Tabichi valinn besti kennari í heimi. Ástæðan fyrir því að Tabichi var valinn besti kennarinn er sú að hann kennir raungreinar í skóla í Kenía. Nemendur skólans eru fátækir og aðbúnaðurinn í skólanum er af skornum skammti. Árangur nemenda hans í prófum er einstakur. Árangurinn þykir vera kraftaverk, sem einungis færasti kennari heims gæti staðið á bak við.
Er einhver kennari á Íslandi sem hefur haft svipuð áhrif á þitt líf, börnin þín eða þína nánustu?