Leik- og söngkonan Unnur Eggertsdóttir hefur verið dugleg að ferðast með dóttur sína Emmu sem er rúmlega eins og hálfs árs gömul. Frá því í júní 2022 hafa Unnur og Emma farið í 18 flug saman.
Það er því óhætt að segja að Unnur sé orðin ansi sjóuð í því að ferðast með lítið barn, en hún gaf foreldrum nokkur skotheld ferðaráð á Instagram-reikningi sínum þar sem mæðgurnar voru á leið í flug daginn eftir.
„Erum orðnar soldið góðar í þessu svo hér eru uppáhalds tipsin mín,“ skrifaði Unnur og deildi svo nokkrum skotheldum ferðaráðum sem hafa reynst henni vel.
Unnur mælir einnig með því að foreldrar nýti tímann á flugvellinum til að þreyta barnið. „Nota flugvöllinn til að þreyta þau. Um leið og hún var byrjuð að skríða nýttum við tímann á vellinum til að láta hana taka nokkrar ferðir. Gólf bakteríur eru ógeð en pirruð börn með uppsafnaða orku eru not fun,“ skrifaði hún.
Þá segist Unnur frekar kjósa að fljúga að degi til en á næturnar. „Það „meikar sense“ að bóka næturflug því þau eru líklegri til að sofa meira en mér finnst flugin að degi til miklu betri. Það lendir eiginlega alltaf einn lúr inn í þeim svo maður fær alveg pásu. Mér finnst erfiðara að vera sjálf sjúklega þreytt og að aðrir farþegar séu líka þreyttir og þ.a.l. ekki jafn þolinmóðir fyrir babes. Fokkar líka minna í svefninum á áfangastað,“ skrifaði hún.
Unnur segist elska flugvöllinn í Keflavík þar sem börn fá að fara framfyrir allar raðir. „Á öðrum flugvöllum þarf stundum að vera frekja. Eitt trix sem getur cirkað er að segja frekar „where is the family line“ frekar en að spurja „is there“. Þannig þegar þau segja uu við erum ekki með svoleiðis þá segirðu ok then will you please escort me/send me to the front because I have a baby og þetta hefur eiginlega alltaf virkað. Það er ógeð cringy að vera drekja en það er torture fyrir all involved að bíða í klst röð með bebe. Fólk hefur gert verri hluti á flugvöllum,“ útskýrir hún.