Þetta eru frumlegustu íslensku barnanöfn ársins

Þessar stjörnur voru frumlegar þegar kom að nafnavali!
Þessar stjörnur voru frumlegar þegar kom að nafnavali! Samsett mynd

Íslenskar stjörnur héldu áfram að fjölga sér á árinu sem er að líða, en sumar þeirra voru frumlegri en aðrar þegar kom að nafnavali. Fjölskylduvefur mbl.is tók saman fimm frumlegustu barnanöfnin sem börn stjarnanna fengu á árinu, en börnin eiga það öll sameiginlegt að eiga enga alnöfnu eða alnafna í Þjóðskrá Íslands. 

Nóra Náð Adamsdóttir

Adam Karl Helgason framkvæmdastjóri Zolo og dansarinn og áhrifavaldurinn Ástrós Traustadóttir eignuðust sitt fyrsta barn þann 4. febrúar 2023. Í apríl gáfu þau dótturinni nafnið Nóra Náð.

Nafnið vakti þó nokkra athygli en Nóra Náð er fyrsta stúlkan sem ber nöfnin tvö saman í Þjóðskrá. Þá eru 19 sem bera nafnið Nóra sem eiginnafn í Þjóðskrá, sú fyrsta fædd árið 1977, og sjö sem bera nafnið Nóra sem millinafn, sú fyrsta fædd árið 1974. 

Aðeins tvær stúlkur báru nafnið Náð sem millinafn þegar Nóra Náð fékk nafnið sitt, sú fyrsta fædd árið 2014. En í dag hefur önnur stúlka bæst við hópinn sem fæddist í júlí síðastliðnum. 

Theo Can Gultekin

Tónlistarmaðurinn Aron Can og Erna María Björnsdóttir eignuðust sitt fyrsta barn þann 3. apríl 2023. Í maí gáfu þau syni sínum nafnið Theo Can Gultekin og er hann sá fyrsti til að bera nafnið í Þjóðskrá.

Fjórir báru nafnið Theo sem eiginnafn í Þjóðskrá þegar Aron og Erna gáfu syninum nafnið, sá fyrsti fæddur árið 1997. Þá eru 13 sem bera nafnið sem millinafn, sá fyrsti fæddur árið 1964.

Theo er sá fimmti sem ber millinafnið Can. Þar á meðal er faðir hans sem er fæddur árið 1999, en sá fyrsti til að bera millinafnið er þó fæddur árið 1981. 

Gróa Birnisdóttir

Tónlistarmaðurinn Birnir Sigurðarson og Vaka Njálsdóttir, sem vinnur í viðskiptaþróun fyrir Nova, eignuðust sitt fyrsta barn þann 2. nóvember 2023. Þau gáfu dótturinni nafnið Gróa Birnisdóttir í byrjun desember, en stúlkan er sú fyrsta sem ber nafnið í Þjóðskrá. 

Nafnið Gróa er þó nokkuð þekkt á Íslandi, en alls eru 115 í Þjóðskrá sem bera nafnið sem eiginnafn, sú fyrsta fædd árið 1939, og 106 sem bera nafnið sem millinafn, sú fyrsta fædd árið 1929.

Nótt Bessadóttir

Sara Lind Teitsdóttir, eigandi Noel Studios, og Bessi Jóhannsson eignuðust sitt fyrsta barn saman þann 23. október 2023, en fyrir á Sara Lind son sem kom í heiminn árið 2020. Þau gáfu dótturinni nafnið Nótt Bessadóttir í nóvember síðastliðnum, en hún er sú fyrsta sem ber nafnið í Þjóðskrá. 

Nafnið Nótt er mun vinsælla sem millinafn en eiginnafn, en alls eru níu stúlkur í Þjóðskrá sem bera nafnið Nótt sem eiginnafn, sú fyrsta fædd árið 1976. Þá eru 285 sem bera nafnið sem millinafn, sú fyrsta fædd árið 1971. 

Úlfhildur Edda Alfreðsdóttir

Kraftlyftingakonan og þjálfarinn Arnhildur Anna Árnadóttir og Alfreð Már Hjaltalín heilsunuddari eignuðust sitt fyrsta barn þann 1. júní. Þau gáfu dótturinni nafnið Úlfhildur Edda Alfreðsdóttir um miðjan júlí, en hún er sú fyrsta sem ber nafnið í Þjóðskrá. 

Aðeins ein stúlka bar nafnið Úlfhildur Edda þegar Arnhildur og Alfreð gáfu dóttur sinni nafnið, en hún er fædd árið 2022. Þá eru 99 sem bera heitið Úlfhildur sem eiginnafn í Þjóðskrá, sú fyrsta fædd árið 1931, en aðeins fimm stúlkur sem bera heitið sem millinafn, sú fyrsta fædd árið 1943.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert