Olga og Andri eiga von á þriðja barninu

Olga Helena Ólafsdóttir og Andri Stefánsson eiga von á sínu …
Olga Helena Ólafsdóttir og Andri Stefánsson eiga von á sínu þriðja barni saman Skjáskot/Instagram

Olga Helena Ólafsdóttir, annar eigandi barnavöruverslananna Von Verslun og Bíum Bíum, og Andri Stefánsson eiga von á sínu þriðja barni saman. Fyrir eiga þau son sem er fæddur árið 2016 og dóttur sem kom í heiminn 2019.

„Spennt fyrir 2024“

Olga Helena og Andri deildu gleðifregnunum í sameiginlegri færslu á Instagram, en með færslunni birtu þau fallega mynd af börnunum sínum með sónarmynd og mynd af óléttukúlunni.

Fjölskylduvefurinn óskar þeim innilega til hamingju!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert