Fjóla og Ívar eignuðust dreng

Fjóla Sigurðardóttir og Ívar Örn Árnason eru orðnir foreldrar.
Fjóla Sigurðardóttir og Ívar Örn Árnason eru orðnir foreldrar. Skjáskot/Instagram

Fjóla Sigurðardóttir, fyrrverandi stjórnandi hlaðvarpsins Eigin konur, og knattspyrnumaðurinn Ívar Örn Árnason eignuðust son 9. janúar síðastliðinn. Drengurinn er fyrsta barn parsins saman. 

Parið deildi gleðifregnunum í sameiginlegri færslu á Instagram með fallegri myndaröð, en við færsluna skrifuðu þau fæðingardaginn. 

„18 ára samningur við efnilegan leikmann“

Fjóla og Ívar sögðu frá því að þau ættu von á barni saman í júní 2023 á skemmtilegan máta. 

„Félagskiptaglugginn opnaði fyrr í H3 og við höfum gert 18 ára samning við mjög efnilegan leikmann sem kemur til leiks snemma í janúar. Ekki er vitað um þyngd, hæð né kyn leikmannsins eins og stendur en fleiri upplýsingar verða tilkynntar seinna,“ skrifuðu þau, en Ívar spilar með KA á Akureyri og Fjóla spilaði áður með Fram. 

Fjölskylduvefurinn óskar þeim innilega til hamingju!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert