Dóttir Strahan gekkst undir bráðaaðgerð vegna heilaæxlis

Strahan-feðginin mættu í Good Morning America.
Strahan-feðginin mættu í Good Morning America. Samsett mynd

Bandaríski sjónvarpsmaðurinn Michael Strahan mætti ásamt 19 ára gamalli dóttur sinni í viðtal í morgunþáttinn Good Morning America á fimmtudag þar sem feðginin sögðu frá því að hún hefði greinst með æxli í heila síðastliðið haust. 

Isabella, ein af fjórum börnum Strahan, mætti ásamt föður sínum í sjónvarpstökuver þar sem þau ræddu um greininguna við fjölmiðlakonuna Robin Roberts, en sjálf greindist hún með brjóstakrabbamein árið 2007.

Hin 19 ára gamla Isabella sagði meðal annars frá erfiðum einkennum, höfuðverkjum, ógleði, ójafnvægi og öðru sem leiddu til þess að hún sótti sér læknisaðstoð. Læknar tilkynntu Isabellu að hún væri með illkynja æxli sem kallast medulloblastoma í október í fyrra, en hún greindist aðeins einum mánuði eftir að hún fór að upplifa einkennin, sem byrjuðu í upphafi skólaannar. Isabella var þá nýnemi í háskóla í Los Angeles. 

Dóttir Strahan gekkst undir bráðaaðgerð og það daginn fyrir 19 ára afmæli hennar. Læknum tókst að fjarlægja æxlið en þrátt fyrir það hefur þessi tími reynst stúlkunni og fjölskyldu hennar þrautaganga. Isabella þurfti að læra að ganga upp á nýtt og er nú í geislameðferð og almennri endurhæfingu. Hún horfir þó björtum augum á framtíðina og er full tilhlökkunar að koma rútínunni í gang. 

View this post on Instagram

A post shared by Page Six (@pagesix)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert