Agnes Björgvinsdóttir, förðunarfræðingur og eigandi Blank Reykjavík, á von á sínu öðru barni ásamt kærasta sínum, Kristjani Marko Stosic. Fyrir eiga þau soninn Björgvin Daða sem kom í heiminn 1. mars 2023.
Agnes og Kristjan tilkynntu gleðifregnirnar í sameiginlegri færslu á Instagram. Þau birtu fallega mynd af óléttukúlunni og syni sínum með yfirskriftinni: „Litla systir í bumbu.“
Agnes hefur verið að gera það gott í förðunarheiminum síðustu ár, en í ársbyrjun 2022 stofnaði hún fyrirtækið Blank Reykjavík þar sem hún selur töskur, rúmföt, trefla og aðra fylgihluti.
Fjölskylduvefurinn óskar þeim innilega til hamingju!