Vill setjast niður með Kanye og ræða klæðaburð dóttur sinnar

Kanye West og Bianca Censori hafa vakið mikla athygli fyrir …
Kanye West og Bianca Censori hafa vakið mikla athygli fyrir efnislítinn og ögrandi klæðaburð á almannafæri. Skjáskot/Instagram

Leo Censori, faðir Biöncu Censori „eiginkonu“ Kanye West, vill setjast niður með rapparanum og ræða hegðun hans og klæðaburð dóttur sinnar. Hann óttast að West muni slíta dóttur sína alfarið frá fjölskyldu sinni og er ósáttur við framkomu hans í garð hennar. 

„Faðir Biöncu, Leo, vill setjast almennilega niður með Kanye og spyrja hann hvað í fjandanum hann sé að hugsa þegar hann fer með Biöncu í skrúðgöngu eins og hún sé draslaralegur nakinn verðlaunagripur,“ sagði heimildamaður Daily Mail

„Hann vill spyrja Kanye hvað hann myndi gera ef dætur hans, North eða Chicago, sæjust á almannafæri hálfnaktar í búningum sem eiginmenn þeirra hvöttu þær til að vera í,“ bætti hann við. 

Að undanförnu hafa West og Censori valdið miklum usla með djörfum og ögrandi klæðaburði hennar á almannafæri, en þau gerðu allt vitlaust á Ítalíu síðastliðið sumar þar sem Censori klæddist efnislitlum gegnsæjum fatnaði sem huldi lítið. 

Segja West banna henni að nota samfélagsmiðla

„Ef þetta er ekki nógu slæmt, þá er maðurinn sem á að vernda dóttur herra og frú Censori sami maðurinn og útilokar hana frá eigin fjölskyldu. Leo vill satt að segja bara setjast niður með Kanye til að láta hann vita að hann sé að særa fjölskyldu hennar með því að breyta ástkærri dóttur sinni í draslaralega útlitsvöru. Enginn maður ætti nokkurn tímann að hvetja konuna sem hann elskar til að ganga út á almannafæri og sýna sig svona. Það er ekki ást. Það er stjórn,“ útskýrði heimildarmaðurinn.

Í janúar síðastliðnum stigu vinir hennar fram með svipaðar áhyggjur, en þau fullyrtu að rapparinn hefði bannað henni að nota samfélagsmiðla og vera í samskiptum við aðra á samfélagsmiðlum til að forðast neikvæð ummæli. Heimildarmenn töldu þetta hins vegar bara vera enn ein leiðin til að einangra hana frekar frá raunveruleikanum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert