Brynjar og Jóna Kristín eignuðust dreng

Brynjar Benediktsson og Jóna Kristín Hauksdóttir eignuðust sitt þriðja barn …
Brynjar Benediktsson og Jóna Kristín Hauksdóttir eignuðust sitt þriðja barn saman á dögunum. Skjáskot/Instagram

Fyrrverandi knattspyrnufólkið Brynjar Benediktsson og Jóna Kristín Hauksdóttir eignuðust sitt þriðja barn 1. mars síðastliðinn. Fyrir eiga þau soninn Andres Aron sem kom í heiminn árið 2020 og og dótturina Andreu Lind sem kom í heiminn árið 2022. 

Brynjar og Jóna Kristín tilkynntu gleðifregnirnar með sameiginlegri færslu á Instagram þar sem þau birtu fallegar myndir af syninum og tilkynntu nafn hans: „Haukur Leo Brynjarsson. 01.03.24.“

Hafa verið saman í 17 ár

Brynjar og Jóna Kristín hafa verið saman í 17 ár, en þau eru bæði fyrrverandi knattspyrnufólk og eru núna eigendur fyrirtækisins Soccer and Education USA sem sérhæfir sig í að aðstoða fólk við að komast á háskólastyrk til Bandaríkjanna. 

Brynjar spilaði með ýmsum liðum á ferli sínum sem hófst hjá FH, en hann spilaði síðar með Leikni, ÍR, Haukum, Fram og síðast með ÍH árið 2020. Jóna Kristín er uppalin í Breiðabliki og spilaði með liðinu allan sinn ferill, eða til ársins 2016. 

Fjölskylduvefurinn óskar þeim innilega til hamingju með soninn!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda