Nýi bæjarstjórinn í Hveragerði orðinn fjögurra barna faðir

Pétur G. Markan og eiginkona hans Margrét Lilja Vilmundardóttir ásamt …
Pétur G. Markan og eiginkona hans Margrét Lilja Vilmundardóttir ásamt þremur af börnunum þeirra. Ljósmynd/Aðsend

Pétur G. Markan bæjarstjóri í Hveragerðisbæ er orðinn fjögurra barna faðir. Hann tók nýverið á móti sínu fjórða barni ásamt eiginkonu sinni sr. Margréti Lilju Vilmundardóttur. 

Fyrir eiga Pétur og Margrét þrjú börn, Hörð Markús sem er fæddur árið 2012, Sigrúnu Ísabellu sem er fædd árið 2013 og Úu Maríu sem er fædd árið 2018.

Pétur tilkynnti gleðifregnirnar í færslu á Facebook þar sem hann birti fallega mynd af mæðgunum. „Þarna eru þær, nýjustu mæðgur Íslands. Lítil stúlka komin í heiminn. Heilbrigð, hugrökk og falleg eins og mamma sín. Fjölskyldan stækkar og heimurinn hlær af hamingju.

Þakklátur fyrir föðurhlutverkið

Í ársbyrjun fór Pétur í viðtal á fjölskylduvef mbl.is þar sem hann ræddi um föðurhlutverkið á einlægan máta. „Að elska ein­hvern meira en sjálf­an sig er bæði krefj­andi áskor­un og þversögn í sjálf­hverfu ástandi manns­ins – en þar ligg­ur líka einn stærsti þroska­lyk­ill okk­ar. Svo er ég hepp­inn að til­heyra kyn­slóð og tím­um þar sem föður­hlut­verkið er að breyt­ast mikið, og til hins betra, það er líka afar þakk­arvert,“ sagði Pétur í viðtalinu.

Það er nóg um að vera hjá Pétri um þessar mundir, en hann var ráðinn bæjarstjóri í Hveragerðisbæ í síðustu viku. Fyrir það hafði Pétur sinnt embætti biskupsritara og stýrt samskiptamálum kirkjunnar og verið sem slíkur hluti af yfirstjórn Þjóðkirkjunnar að því er fram kemur í tilkynningu frá bænum.

Fjölskylduvefurinn óskar Pétri og Margréti innilega til hamingju!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda