Öfunda frægð og velgengni yngri systra sinna

Hudson fór meðal annars með hlutverk í unglingaþáttaröðinni Dawson's Creek …
Hudson fór meðal annars með hlutverk í unglingaþáttaröðinni Dawson's Creek en Lively hefur aðallega farið með lítil aukahlutverk í þáttaröðum og kvikmyndum. Samsett mynd

Í nýj­asta hlaðvarpsþætti Si­bling Ri­val­ry, sem kom út um helg­ina, ræddu Oli­ver Hudson og Robin Li­vely um far­sæld og frægð yngri systra sinna. Hudson er eldri bróðir leik­kon­unn­ar Kate Hudson og Li­vely er eldri syst­ir leik­kon­unn­ar Bla­ke Li­vely. 

Hudson og Li­vely, sem starfa einnig sem leik­ar­ar, viður­kenndu að öf­unda vel­gengni yngri systra sinna sem og öll tæki­fær­in sem þeim býðst í Hollywood. 

Þreytt á hark­inu

Hudson, sem er fyrsta barn leik­kon­unn­ar Goldie Hawn, viður­kenndi að hann sam­gledd­ist syst­ur sinni og yngri bróðir, Wyatt Rus­sell, sem hef­ur verið að gera það gott í Hollywood síðastliðin ár. Hann sagðist einnig ekk­ert hafa á móti því að upp­lifa sams kon­ar vel­gengni í eig­in ferli. 

„Það er ákveðinn hluti af mér sem er ekki sátt­ur eft­ir öll þessi ár. Mig lang­ar að vera í aðal­hlut­verki og starfa við hlið Hollywood-goðsagn­anna líkt og systkini mín. Ég vill græða þess­ar upp­hæðir,“ út­skýrði Hudson. Li­vely tengdi við orð leik­ar­ans og sagðist vera sömu skoðunar. 

Hudson og Li­vely eru vel þekkt í Hollywood enda verið viðloðandi leik­list­ar­brans­ann frá barnæsku. Bæði sögðust þau vera orðin þreytt á hark­inu eft­ir öll þessi ár. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda