Gefur út barnabók um íslenska byggingarlistasögu

Alma Sigurðardóttir er höfundur barnabókarinnar Byggingarnar okkar.
Alma Sigurðardóttir er höfundur barnabókarinnar Byggingarnar okkar. Samsett mynd

Alma Sigurðardóttir fræðir börn um íslenska byggingarlistasögu í barnabókinni Byggingarnar okkar. Í bókinni er fjallað um þá strauma og stíla sem einkenna íslenska byggingarlistasögu frá torfhúsum til steinsteyptra húsa á einfaldan hátt með það að markmiði að sem flestir geti fræðst um íslenska byggingarlistasögu. 

„Hugmyndin að bókinni kviknaði þegar ég var í MA námi í listkennslu en þar langaði mig til að finna leið til að tengja íslenska byggingarlistasögu við kennslu og nám barna. Börnin eru þau sem munu standa vörð um byggingar okkar í framtíðinni og því nauðsynlegt að þau hafi tækifæri til að kynnast, þekkja og vita hvað einkennir byggingarsöguna okkar,“ segir Alma.

„Snertifletir byggingarsögunnar eru fleiri en marga grunar en það er einmitt það sem er svo skemmtilegt. Sagan er ákveðin samfélagslegur spegill þar sem hægt er að staðsetja byggingar í sögulegu og samfélagslegu samhengi, hvort sem fjallað eru um eldri eða yngri byggingar,“ bætir hún við. 

Í bókinni er fjallað um strauma og stíla sem einkenna …
Í bókinni er fjallað um strauma og stíla sem einkenna íslenska byggingarlistasögu.

Markmiðið að sem flestir fái tækifæri til að fræðast

Höfundurinn Alma Sigurðardóttir hefur yfirgripsmikla reynslu á sviði kennslu barna, miðlunar, varðveislu bygginga og rannsókna á íslenskri byggingarlist. Alma starfar sem verkefnastjóri í húsadeild Þjóðminjasafns Íslands ásamt því að vera í stjórn alþjóðlegu varðveislusamtakanna ICOMOS á Íslandi. Rakel Tómasdóttir grafískur hönnuður sá um umbrot og teikningar í bókinni.

Rakel Tómasdóttir sá um teikningar og umbrot bókarinnar og er …
Rakel Tómasdóttir sá um teikningar og umbrot bókarinnar og er hver opna listaverki líkust.

Í tilefni af Barnamenningarhátíð og HönnunarMars verður útgáfuhóf bókarinnar haldið í Aðalstræti 10 (Borgarsögusafni) föstudaginn 26. apríl klukkan 15:00. Hægt verður að skoða rafræna útgáfu af bókinni frá 24.-28. apríl og geta gestir hátíðanna tryggt sér eintök á forsölu á heimasíðu bókarinnar. 

Þegar settu sölumarkmiði er náð verður öllum skólum á landinu sent eintak af bókinni ásamt kennsluleiðbeiningum en markmið með útgáfu bókarinnar er að sem flest börn fá tækifæri til að fræðast um íslenska byggingarlistasögu.

Útgáfuhóf bókarinnar verður haldið í dag, föstudaginn 26. apríl, klukkan …
Útgáfuhóf bókarinnar verður haldið í dag, föstudaginn 26. apríl, klukkan 15:00 í Aðalstræti 10.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert