Albert varð næstum af krúnunni

Albert fursti af Mónakó, Charlene prinsessa og sonur þeirra Jacques …
Albert fursti af Mónakó, Charlene prinsessa og sonur þeirra Jacques mættu öll í stíl á tennismót í Monte Carlo. Öll voru þau í dökkbláum jökkum og ljósum buxum. AFP

Nýlega komu í dagsljósið skjöl frá fjármálastjóra hallarinnar í Mónakó Claude Palermo. Þar stóð meðal annars að Prins Rainier III, faðir Alberts, hafði ígrundað alvarlega fyrir andlát sitt að breyta erfðalögunum þannig að eldri systirin, Caroline, tæki við frekar en Albert.

Rainier lést árið 2005 þá 81 ára að aldri. Í skjölunum er minnst á bréf lögfræðings til Rainiers þar sem hann talaði um fund þeirra og hvað myndi gerast ef Caroline tæki við krúnunni og sonur hennar Andrea Casiraghi tæki svo við eftir hennar tíð.

Samkvæmt Tatler þá hefur Albert prins neitað þessum sögum en franski fjölmiðillinn Le Mond hefur komist yfir þessi skjöl. Það er ýmislegt meira í umræddum skjölum eins og til dæmis gengdarlaus eyðsla Charlene prinsessu sem Albert leggur blessun sína yfir til þess að halda friðinn enda er Charlene sögð afar einmana.

Mónakó-fjölskyldan lætur ekkert á sig fá þrátt fyrir neikvæða fjölmiðlaumfjöllun og hefur verið mikið á stjá t.d. á tennismóti í Monte Carlo. Þar vakti athygli hversu samtaka fjölskyldan var í klæðnaði. Öll voru þau klædd í jökkum og ljósum buxum og Charlene og sonur hennar voru bæði með töffaraleg sólgleraugu á meðan þau horfðu á tennis leikinn. 

Án efa flottustu sólgleraugun í augnablikinu.
Án efa flottustu sólgleraugun í augnablikinu. AFP
Móðir og sonur í stíl.
Móðir og sonur í stíl. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka