Dóttir leikarahjóna táraðist við að hitta körfuboltastjörnu

Fjölskyldan ásamt Caitlin Clark, stjörnuleikmanni Indiana Fever.
Fjölskyldan ásamt Caitlin Clark, stjörnuleikmanni Indiana Fever. Ljósmynd/AFP

Það var sannkölluð fjölskyldustund hjá Ashton Kutcher og Milu Kunis á föstudagskvöldið í síðustu viku.

Leikarahjónin mættu með börnin sín, Wyatt Isabelle og Dimitri Portwood, á opnunarleik WNBA-deildarinnar (e. Women's National Basketball Association) þar sem lið Indiana Fever vann lið Los Angeles Sparks með fimm marka mun, 78-73. 

Kutcher og Kunis sátu á fremsta bekk á Crypto-leikvangnum í Los Angeles ásamt börnum sínum. Dóttir hjónanna, hin níu ára gamla Wyatt, fagnaði ákaft í hvert sinn sem körfuboltastjarnan Caitlin Clark setti boltann í netið og sást með tárin í augunum þegar flautað var til leiksloka. Kunis náðist á myndband að þurrka tárin sem streymdu niður kinnar stúlkunnar. 

Fjölskyldan fékk mynd af sér með Clark að leik loknum og brosti sínu breiðasta. 

Kutcher og Kunis kynntust við gerð gamanþáttaseríunnar That 70's Show árið 1998.

Parið byrjaði þó ekki saman fyrr en mörgum árum seinna og gekk í hnapphelduna eftir þriggja ára samband árið 2015 þegar dóttir þeirra var nokkurra mánaða gömul. 

View this post on Instagram

A post shared by Ashton Kutcher (@aplusk)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert