Átta ára stúlka fékk gervineglur og allt varð vitlaust

Hér má sjá mynd af gervinöglunum á átta ára stúlkunni.
Hér má sjá mynd af gervinöglunum á átta ára stúlkunni. Samsett mynd

Það hefur sjaldan verið eins móðins að vera með gervineglur eins og núna. Þess vegna er kannski ekki skrýtið að fólk velti því fyrir sér hvenær sé við hæfi að fá sér gervineglur. Hvað fólk þurfi að vera gamalt til þess að mega fá sér gervineglur. 

Móðir átta ára stúlku hefur verið dæmd harkalega á samfélagsmiðlum eftir að hún leyfði átta ára dóttur sinni að fá gervineglur til þess að gera sig fína fyrir níu ára afmælið. Neglurnar eru úr akrýl og eru fallega skreyttar með fiðrildum og glimmeri. 

Snyrtifræðingur sem kallar sig, Nini, deildi myndbandi á Instagram af þessari átta ára gömlu stúlku þar sem hún sýndi nýju neglurnar. Stelpan virtist afar ánægð þegar hún sýndi neglurnar. 

„Þú leyfir átta ára krakkanum þínum að fá akrýlneglur á níu ára afmælinu sínu,“ skrifaði snyrtifræðingurinn við myndbandið.

Efst á Instagram-reikningi Nini auglýsir hún að börn geti fengið neglur með 50% afslætti en í færslunni spyr hún fylgjendur sína hvað þeim finnist um að átta ára börn fái leyfi til þess að láta setja á sig gervineglur. 

Fólk var heldur betur fljótt að svara en flestir sögðu aldrei myndu leyfa barni sínu að fá sér gervineglur. 

The Sun

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert