Bieber glímir við algengan meðgöngukvilla

Fyrirsætan Hailey Bieber á von á sínu fyrsta barni.
Fyrirsætan Hailey Bieber á von á sínu fyrsta barni. AFP/Michael Tran

Ofurhjónin Hailey og Justin Bieber eiga von á sínu fyrsta barni. Hailey Bieber lifir og hrærist í heimi ríka og fræga fólksins en það kemur þó ekki í veg fyrir að hún fái verki á meðgöngunni eins og aðrar óléttar konur. 

„Hver ætlar að segja mér frá verkjunum neðarlega í bakinu,“ skrifaði frú Bieber á Instagram og gerði þar með grein fyrir því að hún væri að glíma við verki. Á myndinni má sjá að Hailey Bieber er langt gengin með Bieber-barnið væntanlega en hún er talin gengin um sjö mánuði. 

Hailey Bieber er ólétt og með bakverki.
Hailey Bieber er ólétt og með bakverki. Skjáskot/Instagram

Gummi kíró útskýrir grindargliðnun

Bieber gæti verið að glíma við grindargliðnun en kírópraktor­inn Guðmund­ur Birk­ir Pálma­son, bet­ur þekkt­ur sem Gummi kíró, fór nýlega yfir grindagliðnun í fræðslumyndbandi. 

„Mig lang­ar svo að ræða grind­argliðnun af því ef þú ert ófrísk og ert kom­in með ein­hver óþæg­indi eða ein­hverja verki í bakið þá eru að öll­um lík­ind­um komn­ar bólg­ur í spjald­hrygg­inn,“ seg­ir Guðmund­ur meðal annars í myndbandinu. 

Guðmund­ur seg­ir frá því að á meðgöngu sé horm­ón sem heit­ir relax­in sem fer inn í blóðrás­ina og mýk­ir upp öll liðbönd í kring­um grind­ina og í raun í öll­um lík­am­an­um. „Þannig orðið grind­argliðnun er í raun­inni eðli­legt ástand, en grind­argliðnun er oft­ast notað þegar kon­ur á meðgöngu fá verki í bakið,“ seg­ir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert