Sérðu DiCaprio fyrir þér í föðurhlutverkinu?

Leikarinn Leonardo Dicaprio.
Leikarinn Leonardo Dicaprio. AFP/Frazer Harrison

Patti Stanger, þáttastjórnandi Bandarísku raunveruleikaþáttanna Millionaire Matchmakervonast til að sjá leikarann Leonardo DiCaprio halda sig á réttu brautinni í ástarlífinu og jafnvel huga að því að stofna fjölskyldu. 

Stanger segist vel geta séð fyrir sér uppáhaldsleikarann sinn í föðurhlutverkinu.

Ástarsérfræðingurinn bætir því við að kona á þrítugsaldri sem þekkir sjálfa sig og er ekki leikkona, söngkona eða dansari væri frábær kostur fyrir DiCaprio.

Ástarlíf leikarans sem er 49 ára er afar umdeilt þar sem DiCaprio er þekktur fyrir að enda sambönd um leið og kærustur hans verða 25 ára.

DiCaprio er sagður hafa trúlofast ítölsku fyrirsætunni, Vittoria Ceretti, í mars á þessu ári en hún er fædd árið 1998. Óhætt er að segja að enn er möguleiki að spádómar Stanger rætist þar sem Vittoria fagnaði 26 ára afmæli sínu 7. júní síðastliðinn.

Parið hefur haldið sambandi sínu fjarri sviðsljósinu en þau kynntust í tökum á myndinni Killers of the Flower Moon

Page six

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert