Hélt sig heima í 40 daga

Kourtney Kardashian og Travis Barker eignuðust barn í fyrra.
Kourtney Kardashian og Travis Barker eignuðust barn í fyrra. AFP/ANGELA WEISS

Raunveruleikastjarnan Kourtney Kardashian eignaðist sitt fjórða barn í fyrra. Hún tók þá ákvörðun að fara ekki út úr húsi 40 dögum eftir fæðinguna. 

Stjarnan greindi frá ákvörðun sinni í nýjum þætti af The Kardashians. „Ég ætla að vera heima í 40 daga,“ sagði Kourtney Kardashian systrum sínum Khloé Kardashian og Kim Kardashian. „Ætlar þú að vera heima í 40 daga og 40 nætur?“ spurði þá Khloé Kardashian systur sína hissa að því fram kemur á vef People. 

Kardashian tók ákvörðunina til þess að heila líkama sinn eftir meðgöngu og fæðingu. „Í mörgum mismunandi menningarheimum fara konurnar ekki út í 40 daga,“ sagði Kourtney Kardashian og upplýsti hún systur sínar að konur gerðu þetta til þess að heila líkamann.

Sagðist hún jafnframt vera hrifin af uppeldi þar sem mikil nærvera er á milli foreldra og barna. „Ég fer ekki frá honum. Ég elska að vera heima núna, tíminn minn fer í að hugsa um barnið og mynda tengsl við hann,“ sagði Kourtney Kardashian. 

Kourtney Kardashian og Travis Barker eiga son saman.
Kourtney Kardashian og Travis Barker eiga son saman. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert