Fósturmissirinn var mikið áfall

Jessica Capshaw í hlutverki sínu í Grey's Anatomy.
Jessica Capshaw í hlutverki sínu í Grey's Anatomy.

Grey's Anatomy-leikkonan Jessica Capshaw á fjögur börn. Hún hefur þó líka upplifað það að missa fóstur. Hún missti fóstur eftir að hún eignaðist þriðja barnið sitt. 

Capshaw ræddi um þá ákvörðun að eignast mörg börn í hlaðvarpsþætti að því fram kemur á vef People. Börnin eru á aldrinum átta til 16 ára. 

„Ég kom úr stórri fjölskyldu, svo ég held að mér hafi fundist það náttúrulegt og mér leið ekki eins og þetta væri yfirþyrmandi,“ sagði leikkonan um að eignast fjögur börn. Capshaw er dóttir leikkonunnar Kate Capshaw og stjúpdóttir leikstjórans Steven Spielbergs. 

„Luke er þremur árum eldri en Eve og svo er Poppy aðeins 20 mánuðum yngri en Eve. Svo þetta kom bara búm, búm. Það var Luke, svo pása og svo Eve og svo varð ég ólétt þegar Eve var aðeins tíu mánaða,“ sagði Capshaw. 

Stuttu eftir að þriðja barnið kom í heiminn spurði Capshaw eiginmann sinn hvað honum þætti um að eignast fjórða barnið. Honum fannst það frábær hugmynd. 

„Ég varð ólétt og ég var svo spennt. Ég hafði aldrei átt í vandræðum með að verða ólétt. Ég var mjög heppin og þakklát. En svo allt í einu í tíu vikna tímanum. Ég fór ein í sónar, þetta kom algjörlega á óvænt en það var enginn hjartsláttur,“ sagði Capshaw. Hún segir þetta hafa verið mikið áfallt og virkilega sorglegt. Að lokum þurfti hún að láta fjarlægja fóstrið með skurðaðgerð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert